föstudagur, júní 27, 2003

Jæja, nú er ég LOKSINS búin í prófum!! Ég var ad koma úr edlisfrædiprófi, gekk mjög vel held ég :) Hvad er nýtt hédan? Jú, Ragga litla sys er í heimsókn. Hún er búin ad vera á Jótlandi hjá frænku sinni í næstum thví mánud. Hún kom svo til Köben í gær og vid fljúgum saman heim til Íslands á sunnudaginn, gaman gaman. Á sunnudeginum keyri ég svo beint á Krókinn med Röggu og Thorbirni ad hitta mömmu, pabba og gríslingana... Ég kem svo til Reykjavíkur á fimmtudegi! Ef ad einhver vill hafa samband vid mig á Krókinn thá er síminn 453-6708. Á medan ég er í Reykjavík er hægt ad ná í mig í sima: 552-9672.
En já, ég var ad dj-ast seinustu helgi. Thvílít fjör! Spiladi í einn og hálfan tíma, og thad gekk nokkud vel. Thetta var allt tekid upp, á eftir ad heyra thetta sjálf.. soldid erfitt ad meta hvernig mér fannst mér sjálfri ganga, thegar madur sjálfur er ad spila. Ég fékk alla vega MIKID hrós frá alls konar fólki, alla nóttina og fram á morgun. Ég var semsagt ad spila á plötuspilara og Gert, vinur minn, var ad spila á geislaspilara. Thegar ég var nýhætt ad spila biladi annar spilarinn hans thannig ad ég thurfti ad taka tvær skiptingar medan Jesper, annar hommavinur, var ad redda nýjum (hjóladi med spilarann í höndunum og datt, án thess ad eydileggja spilarann.... skrapadi adeins handlegginn, en thad skiptir ekki máli!!...). Svo klukkutíma seinna lokadist einn diksur inni í HINUM spilaranum, thá thurfti Gunnsa ad koma og bjarga málunum og mixa.... AFTUR... soldid klúdur, en enginn fattadi neitt ;) Thetta var alla vega geggja kvöld, var komin heim um 10-leytid. Jæja, ég er farin heim. Ég og Ragga erum ad fara á bæjarrölt. KNÙS, sé ykkur heima á klakanum!

þriðjudagur, júní 17, 2003

Gledilegan 17. júní!! JEI!! :) Thad verdur nú lítid haldid uppá thad hér á thessum bæ... Næsta próf hjá mér er á föstudaginn, ólífræn efnafrædi. Var í aukatíma í dag, svo er annar á morgun. Á laugardaginn er ég svo ad spila í megapartý hér í Köben. Thetta er haldid í "heimahúsi" hjá einum ríkasta homma í Kaupmannahafnar. Thetta er svona "eiginlegt" hommapartý, thad koma um thad bil 500 manns held ég! Alveg risastór íbúd sem gaurinn býr í. Ég mætti tharna í fyrra, hann heldur víst svona sumarpartý á hverju ári.... thad var mikid mikid stud. Progressívt trance og technotónlist alla nóttina. Og uppá thaki var líka músík í gangi, meiri kósí stemning. Madur komst bara inn ef madur var á gestalista og thad var bannad ad koma med eigid áfengi, adeins hægt ad kaupa áfengi á "barnum". Ætli thetta verdur ekki svipad dæmi núna. En semsagt, ég er ad fara ad spila á laugardskvöld/nótt ásamt tveimur hommavinum mínum, Gert og Jesper, og einni trans-gellu/strák sem kallar sig Alexis, hryllilega ljót. Hlakkar mikid til, en kvídi líka mikid fyrir. Tharna verda held ég allir sem ég thekki í Kaupmannahöfn! Og ad vera ad fara í próf á föstudaginn gefur mér ekki mikinn tíma til ad æfa... en thetta hlýtur ad ganga upp. Tharf líka ad fara ad kaupa örfáar plöturá morgun til thess ad thetta gangi upp, thar sem trance-úrvalid er ekki svo mikid hjá mér. Á mest af house-plötum, getur verid ad ég spila nokkrar svoleidis líka í upphaf kvöldsins. Læt vita hvernig til tókst!

fimmtudagur, júní 12, 2003

Jæja, hef ekki skrifad lengi, er í prófum eins og stendur... Er búin med tvö próf, á tvö eftir. Hefur gengid ágætlega held ég. Ég og Hrefna sitjum núna á bókasafni nidrí bæ ad nördast í tölvunum. Vorum úti á Klaptræet ádan, sem er lítid kaffihús á Købmagergade nidrí bæ. Svo er málid ad fara í bíó á eftir. Er ad taka mér smá frí frá lestrinum, gæti gubbad yfir öllum thessum thurra efnafrædilestri á sólríkum sumardögum. Á morgun er ég svo ad fara á hljómsveitaræfingu med "bandinu" :) Er í tveggja manna hljómsveit med danskri stelpu med mér í bekk sem heitir Haya. Hún er gedveikt kúl, spilar á gítar og syngur smá, ég er í hlutverki píanistans og trommarans! Kann ekkert á trommur audvitad, en ég er búin ad læra smá... heavy gaman alla vega!! Vid erum bara eiginlega ad leika okkur, finnum einhver lög sem vid fílum og spilum thau svo í músíkherberginu í skólanum. Getum hangid tharna í fleiri tíma med hljódfærunum og nóg af øli :) Svo erum vid reyndar nýkomnar med söngkonu sem er líka í skólanum. Hún er reyndar meiri svona kórgella, er ekki alveg ad fitta inní ímyndina okkar sem er svona hrátt stelpurokk! En vid sjáum nú til... hún mætir á æfingu med okkur á morgun. Thad er alla vega mikid mikid fjör hjá okkur!