sunnudagur, janúar 28, 2007

Hæ hæ, allt gott ad frétta :) Eftir viku med nidurgang er ég á toppnum aftur.... ;) Thad var eitrad vatnid í stórum hluta Køge, eitrad med E.coli bakteríum... ("hægda"-baktería). Vid vorum reyndar EKKI í theim eitrada hluta, heppin vid... En samt vard ég veik AKKÙRAT thann dag sem their sem voru smitadir af bakteríunni urdu veikir, eitthvad um 100 heimili. Ojæja, ég fór til læknis eftir nokkra daga, hún hélt nú ekki ad ég væri smitud af E.coli, ég væri líklegast bara med einhvern vírus. Hún hafdi rétt fyrir sér... eftir viku á klósettinu og einn dag med hita var ég ordin frísk!
Nóg um allt thad... thad gengur fínt í vinnunni. Mikid ad gera í augnablikinu enda janúarmánudur. Thá selur Taconic víst mest af dýrum. Vid í okkar músa"stald" (hlödu) erum alla vega ad selja mikid mikid.... Thad er jú fínt. Betra ad selja litlu dýrin í stadinn fyrir ad aflífa músalingana... Viljum jú nýta thau thannig ad thau hafa ekki bara lifad til einskis...
Peter er jú í læri sem járnsmidur, hann er ad fíla thad í tætlur. Hefur fengid svo mikla ábyrgd á bara thessum thremur mánudum sem hann hefur verid lærlingur. Hann veit ekki ennthá hvenær hann byrjar í skólanum sínum.
Ég byrja aftur í skólanum 19.mars og verd til 19.júní. Hlakka ekkert SMÀ til.... ;) Kominn tími á ad læra eitthvad nýtt. Er meira fyrir ad vera í skóla en ad vinna.... er á einhverju skeidi thar sem heilinn minn sýgur eins mikid af upplýsingum sem tengist náminu og hann getur. Verd ad vidurkenna ad skólinn er adeins meira gefandi hvad thad vardar....
Vona ad thid hafid thad gott tharna úti...langar mikid til ad heyra frá ykkur! Knús hédan..

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gledilegt nýtt ár!! Kannski hálft ár sídan ég skrifadi sídast... en ætli ég verdi ekki ad bæta úr thví hér og nú. Ég var semsagt á Íslandi um jólin med Peter mínum og kom heim 2.janúar. Heim er semsagt Danmörk ;)
Ég vil byrja á thví ad leggja inn nokkrar myndir frá housewarming sem ég og Peter héldum í desember. Vid fluttum fyrir alvöru inn í byrjun nóvember og okkur líkar mjög vel hérna í Ølby!! Thetta er 60 fermetra íbúd á 3.hæd (2.sal). Rétt hjá skóg, strönd og lestarstöd. Køge, er stærsti bærinn vid Ølby. Jæja, hér koma nokkrar myndir frá partýinu og seinna sýni ég ykkur nokkrar myndir frá jólum og áramótum.......

Gódir vinir mínir: Haya og Grus Krakkar í nýja stóra sófanum Allir ad dansa, bædi nágrannar og löggan komu fljótlega eftir thetta
María: Ótrúlega leidinlegt ad hafa ekki hitt á thig :( En thad thýdir bara ad thú ert fyrst á lista næst thegar ég kem! Jólagjöfin thín er hjá Thorbirni, thú getur hringt í hann: 868-5029. Heimilisfangid er Flydrugrandi 12 :) Hann á von á ad heyra frá thér!
Kalli frændi: Langar mikid til ad hitta á thig næst thegar ég kem, var ekki alveg tími til thess í thetta skiptid ;(