sunnudagur, apríl 30, 2006


Var ad bæta inn bloggi hjá Heklu Maríu, dóttur Geirs stórbródur... Hlakka til ad sjá hana í sumar, hef ekki einu séd litla krílid! Svona er thetta ad búa í útlandinu....

laugardagur, apríl 22, 2006

Gledilegt sumar öllsömul :) veit ad sumardagurinn fyrsti var víst á fimmtudaginn, en sumarid byrjadi fyrir alvöru í dag... yndislegt vedur! Gódar fréttir: Kisan mín hún Silja er ordin útiköttur!! Thetta gerdist sídustu helgi medan ég og Peter vorum á Jótlandi. Mamma Peters thvingadi Silju beinlínis til ad vera úti, med thví ad binda hana med snúru fyrir utan húsid, og mjásan fíladi thad bara. Nú er hún úti mestallan daginn... :D thetta gat ekki gerst á betri tíma thar sem vid höfdum sömu helgi næstum thví planlagt ad aflífa kisuna hjá Vivi frænku minni sem er dýralæknir. Töludum lengi vid Vivi frænku hvad vid ættum ad gera, henni leid greinilega ekki vel sem inniketti. En hún gat í rauninni ekki verid úti thar sem thad virtist svo erfitt fyrir hana ad venjast thví thar sem annar köttur býr í húsinu. Og hún var farin ad vera svo pirrandi, mjálmadi allan tímann, byrjud ad eydileggja sófann og bara almennt leid ekki of vel...... Mér fannst thetta erfitt fyrir mig og Peter sem thurftu ad lifa med thessu, og svo köttinn sem er ekta útiköttur (orkubúnt!) en hafdi bara ekki fattad thad. Og svo thegar ég og Peter myndum flytja ad heiman myndi ég hafa slæma samvisku yfir ad skilja köttinn eftir... erfitt fyrir kisuna plús foreldra Peters ad thurfa ad standa í alls konar veseni med hana. En nú er semsagt thad vandamál leyst! Bara spooky ad thad leysist sömu helgi og vid vorum ad planleggja aftöku.......... oj bara...
Er ad fara út í kvöld. Er í heimsókn hjá vini Peters og kærustu hans á Nørrebro, erum ad fara ad borda gódan mat og eftir á er planid ad kíkja nidrí bæ og tjekka á gódri músík einhvers stadar, helst eitthvad live. Kunningi minn er trommari í hljómsveit sem heitir Swing of Sahara... erum ad spá í ad kannski kíkja á thad, sjáum til!

föstudagur, apríl 14, 2006

Vildi bara óska ykkur öllum gledilegra páska. Ég og Peter erum hjá Inge frænku og Kim. Peter er akkúrat núna ad hjálpa til med ad flytja fisk, thau eru svona fiskibændur gæti madur kallad thad. Framleida regnbogasilung. Svo eru thau med nokkrar kýr og örfä lömb. Ég og Cecilie (frænka mín sem líka er í heimsókn hér) vorum settar í ad strá heyi í kúafjósid ("strø i kostalden"... veit ekkert hvad thetta heitir á íslensku") og svo áttum vid ad fódra fiskana og sjá um frokost/hédigismatinn. Madur er sko settur í vinnu hér úti á landi! Bara kúl... fíla í tætlur ad vera hjá Inge og Kim, eins og mitt annad heimili í rauninni. Sídan heimsækjum vid Lisbeth, adra systur mömmu, á morgun. Og á sunnudag kíki ég í heimsókn til Hrefnu minnar í Árósum. Svo er meiningin ad keyra heim á sunnudagskvöldinu. Er líka í fríi á mánudaginn, samt voda gott ad eiga sídasta frídaginn heima og slappa af.
Í gær heimsóttum vid ömmu gömlu í Brædstrup. Hún er nýordin 87 ára, alltaf jafnhress. Vid vorum 8 gestir í mat + 4 litlar stelpur.. hún reddadi thví nú alveg eins og herforingi. Fengum ad ég held 6 rétti eda svo í allt.... thetta var nú huggó, líka ad hitta svolítid af frændfólki sínu. Um kvöldid keyrdum vid svo yfir til Inge og Kim, vorum dáin úr threytu kl. 22........ beint í rúmid.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Gunnsa er ad fara til Hróarskeldu, er thetta græna ljósid sem thú varst ad bidja um Maja? ;)
Alla vega, ég er svo stolt af litlu systur í augnablikinu. Hún tók thátt í söngvakeppni framhaldsskólanna í gærkvöldi. Thetta voru víst 30 framhaldsskólar, thau komust í 12 lida úrslit! Thau urdu ekki nr.1, 2 eda 3.. en thau stódu sig víst rosalega vel :) Thau unnu alla vega símakosninguna, urdu nr.1 thar. Skiptir svo sem ekki máli ad vinna, thau gerdu sitt besta og thad gekk vel. Thetta var víst eitthvad hiphop-lag thar sem einn gaur rappadi, textinn var víst svakalega gódur hef ég heyrt, svo var hljómsveit sem spialdi undir og Ragga mín spiladi á fidlu, adallega í vidlaginu, og samdi sjálf. Mig hlakkar ROSALEGA mikid til ad fá vídjóspóluna senda til mín med upptökunni. Til hamingju Bingó mín!!!