miðvikudagur, apríl 28, 2004

tjah... ÉG sá enga mynd af henni Jasmín svo ég eyddi theim pósti. Alla vega.. finnst ykkur ég eigi ad skrifa meira um líf mitt?... Hm... fyrir thad fyrsta hef ég ákvedid ad vera EKKI á netinu á hverjum degi thar sem mér finnst thad óttalega tímasóun. Thekki fólk sem kemur hreinlega engu í verk sökum thess ad thad er alltaf á netinu, kíkja á mail, skrifa á bloggid og svo framvegis..... Ætla thess vegna EKKI ad skrifa á hverjum degi á bloggid mitt. Enda algjör ótharfi thar sem thad gerist eiginlega aldrei neitt spennandi hjá mér sökum peningaleysis. Sure... audvitad er hægt ad gera margt án thess ad nota peninga. Ég geri thad líka... fer í ræktina 2-3 í viku, fer út ad hlaupa einstaka sinnum med vinkonu minni... horfi á bíómyndir í sjónvarpinu, svo er thad upp talid. Sef ógurlega mikid sem er hryllilegur ávani.. Christoffer kom med ágæta teoríu ádan.. Ástædan fyrir thví ad vid erum búin ad sofa svo mikid seinustu vikurnar er sökum peningaleysis. Erum ad reyna ad sofa mánudinn út.... bídum eftir ad 1.maí gengur í gard. Thad sorglega vid 1.maí er ad thad er ekki víst ad vid fáum nokkurn pening thá sökum óteljandi reikninga sem bída okkar. Semsagt ég kvarta og kveina í höfdinu mínu stanslaust... mér finnst ég varla hugsa um annad en peninga. Thid hljótid ad kannast vid thad hvad manni lanngar ótrúlega mikid ad kaupa eitthvad lekkert og gott AKKÚRAT thegar madur á ekki krónu... thví fátækari thví grádugri verd ég..... Og flest mín föt hafa hlotid thann óheidur ad hafa a.m.k. eitt gat á sér, svo ad ég tala nú ekki um sokkana mína! Jæja, best ad fara ad sofa....

föstudagur, apríl 16, 2004

Ahoj! Og gledilega páska. Páskarnir búnir :/ Og hvad gerdi ég nú um páskana? Hmm.. ég hitti aldrei á Svannýju og nú er hún farin heim til Íslands. Èg djammadi svolítid med Maríu litlu og vinkonu hennar Möggu á midvikudeginum. Rosalega gaman :) Endudum í partý thar sem skólafélagar Maríu úr lýdháskólanum voru saman komnir. Partýid var heima hjá foreldrum einhvers stráks og ég er ad segja ykkur.... thetta hús var eins og gömul höll, eda safn! Gulllitadir dyrakarmar... ótrúlega mikid af skrauti og krúsidúllum, risakristalljósakrónur og stór flott málverk. Ef thú ert ad lesa thetta Hrefna: minnti svolítid á Rosenborg slot! Thvílík upplifun! Partýid var ekkert sérstakt thar sem ég thekkti engan... taladi mest vid Möggu og Maríu plús tvær japanskar stelpur, Míhá og Keikó held ég ad thær hafi heitid.... hihi ;) Alla vega... á föstudeginum langa vorum vid Christoffer bodin í mat til Gerts vinar okkar. Hann er nýbúinn ad fá sér alveg hreint ædsilega íbúd.. Á bodstólum var mexíkönsk maíssúpa, tacos og buritos! Geggjad... Tharna voru líka 37 ára gömul vinkona Gerts (hann er sjálfur 36 ára) og Klaus, "vinur" Gerts sem leigir herbergi hjá honum. REYNDAR eru Klaus og Gert nýbyrjadir saman, their eru ekki lengi ad thessu thessir guttar. Svolítid fyndid, thví Klaus kom einu sinni uppá milli Gerts og Jesper, fyrrum kærasta Gerts. Og Klaus fór ad deita Jesper. Núna eru thessir 3 gæjar ágætis vinir.... adallega Gert og Jesper thó, og allt í einu byrja Klaus og Gert saman! Haha! Gaman gaman! Alla vega nóg um thad.... var ad klára ad mála loftid í eldhúsinu í kvöld. Bíd og sé til hvort thad thurfi adra umferd á morgun. Vedrid er búid ad vera geggjad seinustu 3 daga, uppí 18 grádur. Skrapp med Hayu vinkonu nidrí bæ í dag, kíktum í H&M, keypti mér 2 par af dýrindis eyrnalokkum + fullt af sokkum! Semsagt páskafríid búid, ég er byrjud aftur í skólanum, var í fríi í dag. Nýtti mér thad og kláradi ritgerdina mína um rúg, svakaflott! Ef thid hafid áhuga á ad lesa um thessa áhugaverdu korntegund thá endilega meilid mér og thid fáid eintak sent um hæl! Nei djók.....

þriðjudagur, apríl 06, 2004

jæja, ég er komin í páskafrí! :) var ad klára ad mála skápana í eldhúsinu í 3.sinn! Vorum ekki nógu ánægd med litinn, var of ljós, thannig ad vid keyptum nýjan lit í dag, adeins dekkri. Erum komin út í ljósan sandlit....
Ég, Christoffer, brædur hans tveir og kærustur bordudum hjá mömmu strákanna í gær.. fengum voda gott lambalæri :) í kvöld ætla ég svo ad hitta Svannýju, og svo Maríu litlu á morgun. Fimmtudagskvöld ætlum vid Christoffer og mamma hans ad sjá Passion of the Christ í bíó. Sìdan er vonandi ad madur djammi eitthvad páskahelgina :D Ég og Christoffer erum alla vega bædi í fríi.. thad er alla vega byrjunin. Martin og Belinda fóru til Búdapest í morgun, og Nikolai (elsti bródirinn) og Rita kærasta hans skreppa til Ítalíu yfir páskana..... Og thad er á svona stundum sem mig langar til ad fella tár.... WHY....
Annars byrjum vid bædi í skólanum á thridjudaginn í næstu viku... tharf ad skila af mér 5 bls. verkefni um RÙG (korntegundin) fljótlega eftir thad. Thessi verkefni sem vid erum sett fyrir, komast ekki nálægt thví sem ég var ad gera í lyfjafrædinni, thad er ad segja erfidleika-lega séd. Thad er fínt, gefur mér meiri tíma til ad huga ad ödrum hlutum, til ad mynda ad æfa mig fyrir Mermaid Pride... stærsta festival í Köben!!!! Er ad spila fyrir 500 manns! Og ég er sídust á svid, spila seinustu 2 tímana ;)) kúl, er thaggi?