fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Hæ! Heyridi mig nú! Ég er ad fara ad senda hundrudi af umsóknum til mismunandi stada thar sem ég get fari í læri. Og THID eigid ad hjálpa mér! :) Mig vantar góda mynd af mér, ef einhver ykkar er med svoleidis mynd á tölvunni í ykkar vörslu. Plís hjálpidi mér... er ad reyna ad gera rosagóda umsókn med mynd og svona. Knús og tak!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Jæja, ég var ad spila á laugardaginn til gay-pride í Øksnehallen sem tekur 4000 manns! thad voru samt ekki alveg thad margir thegar ég var ad spila, enda spiladi ég ekki fyrr en kl. hálf 5 um morguninn til kl.6. Thad gekk barasta mjög vel, alla vega fékk ég nokkud mikid hrós frá fólki eftir á og á medan á spileríinu stód :D Adstædurnar voru samt hreint og beint hrædilegar. Ég dansadi í allt ödrum takt en fólkid á dansgólfinu sem var ca. 15 metra fyrir framan mig, SVO mikid var ekkóid tharna inni! Mónótórarnir voru á gólfinu vid hlidina á mér, hvernig í andskotanum átti ég ad geta hlustad á thá thegar risastórir hátalarar eru 8 metra frá mér... í ALLT ödrum takti. Thannig ad ég vard ad mixa med heyrnatólunum mínum, sem ég hef aldrei gert ádur......... Thad var samt hryllilega erfitt thar sem hátalarnir stóru voru í allt ödrum takti og ég mátti EKKI hlusta á thá thegar ég var ad mixa, erfitt thegar madur finnur bassann undir fótunum á sér. Thad sem hefdi átt ad vera thegar madur spilar í svona stóru rými er ad loka dj-inn af. Hann verdur ad vera í lokudu boxi med sína eigin mónótóra sem enginn annar getur heyrt í og dj-inn heyrir ekki í hátölurnum úti á dansgólfi.... alla vega, thetta gekk fínt, nema undir lokin daladi thetta adeins. EN ég var svo stressud ádur en ég átti ad spila ad thetta var næstum thví ekki thess virdi ;) Var mega-stressud í 8 tíma ádur en ég átti ad spila, ég held ad mér hefur aldrei lidid svona illa andlega ef ég á ad vera hreinskilin. EN eftir fyrsta mixid sem gekk frábærlega leid mér mun betur, thá var thetta ekki svo slæmt, fólk var í svo gódu skapi! En jæja, eftir ad ég var búin ad spila hittumst vid vinkonur og hommar og fengum okkur nokkra bjóra ádur en vid fórum heim, enda ég ekki búin ad drekka allt kvöldid ;) Eftirminnilegt kvöld!