föstudagur, ágúst 29, 2003

Nú er ég med tvær frábærar fréttir ad færa. Fyrir thad fyrsta thá komst Christoffer inní samfélgsfrædina thótt hann væri búinn ad fá nei-svar, sem er ædislegt!! Hann byrjadi í skólanum á mánudaginn var, eiginleg kennsla er ekki byrjud. Thau eru bara ad leika sér fyrstu vikurnar, mjög mikilvægt ad thjappa hópnum saman thar sem thessi skóli byggir MIKID uppá hópavinnu. Hann fer svo í skólatúr á sunnudaginn og verdur í fjóra daga mér til mikillar armædu. Hef ekki séd hann nánast í heila viku. Er búin ad vera á kvöldvöktum alla vikuna :( En ojæja, that's life! Svo er thad hin góda fréttin! :) Vid vorum ad fá okkur nýja, almennilega tölvu fyrir 30 thús. íslenskar. Martin, bródir Christoffers, setti hana saman fyrir okkur. Blöndud af nýjum og gömlum hlutum. Thannig ad nú get ég jafnvel farid ad upprétta MSN-messenger. Og thad besta vid thetta allt saman er ad vid erum meira ad segja med brennara í tölvunni, gaman gaman :)
Ég var annars ad klára ad kaupa skólabækurnar, líta mjög thurrar og girnilega út ;) Byrja semsagt í skólanum á thridjudaginn. Hrefna litla fer heim á morgun :( Ekki gaman, á eftir ad sakna hennar mikid.... ég skila kvedju til Íslands, er aftur komin med heimthrá....

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ég og Christoffer komum heim til Danmerkur 1.ágúst eftir frábært frí á Íslandi. Sídustu vikuna vorum vid bara í afslöppun á Króknum og eyddum svo sídustu helginni í Reykjavík med vinkonum mínum. Thann 3.ágúst eftir ad vid vorum komin til DK fórum vid í brúdkaup hjá Kristian og Gosiu. Kristian er einn besti vinur Christoffers, og Gosia kemur frá Póllandi. Thau tvö búa bara í næstu götu vid okkur. Christoffer var meira ad segja svaramadur Kristians! Thetta var alveg ótrúlega skemmtilegt brúdkaup, mikid stud fram undir morgun. Vid gistum svo í tjaldi ásamt fleirum gestum í stórum gardi sem foreldrar brúdgumans eiga, og bordudum morgunmat saman. Annars erum ég og Christoffer bara búin ad vinna og liggja í leti seinustu vikurnar. Ég er búin ad hanga mikid med Hrefnu litlu, erum búnar ad hjóla mikid, kíkja á ströndinda, vera á kaffihúsum og njóta góda vedursins. Thad er adeins byrjad ad kólna í vedri núna, sem betur fer, búid ad vera geggjad sumar hvad hita og sólskin vardar. Christoffer komst thví midur ekki inn í skóla í ár, hvorki í trúarbaragdafrædi né samfélagsfrædi. En hann fékk "stand-by" í samfélagsfrædina sem thýdir ad hann kemst pottthétt inn á næsta ári, thannig ad thad er nú gott. Ég byrja í skólanum 2.september. Er einmitt uppí skóla núna ad tjekka á stundarskránni og hvada bækur ég á ad kaupa. Hlakka svolítid til ad byrja í skólanum er en er líka svolítid kvídin. Hvad er svo framundan næstu daga? Ég er á tveimur kvöldvöktum á elliheimlinu thessa vikuna. Hrefna er ad fara til Íslands eftir viku, ætlum ad djamma eitthvad seinustu helgina sem hún er hérna, hún gistir svo seinustu 4 dagana heima hjá mér. Á eftir ad sakna hennar mikid!
Verd örugglega duglegri ad skrifa í vetur thar sem ég er med audveldari adgang ad tölvu í skólanum heldur en heima. Vid erum med netid heima, thad gengur bara svo lúshægt ad thad er ekki nokkur leid ad vinna med thad. Thurfum ad fá okkur betri tölvu