laugardagur, september 20, 2003

Thad er kominn nýr medlimur í fjölskylduna á Tåsingegade!! Lítil kisa, algjört krútt! Fengum hana í gærkvöldi, ótrúlega sæt og gód. Ég og Christoffer vorum lengi búin ad spá í ad fá okkur kött eda hund. Hundur er adeins of mikil vinna fyrir okkur, thannig ad köttur vard thad nú. Ég fann auglýsingu á netinu, hringdi í eigendurnar og fékk kisuna næsta dag. Thetta er læda, grábröndótt med hvíta bringu, sjúklega falleg. Hún er meira ad segja komin med nafn, Silja. Akkúrat núna situr hún vid hlidina á mér og mjálmar... Vid erum reyndar med tvo gesti í heimsókn, Jesper og Gert, budum theim í mat... lax... mmm...
Vid erum svo ad fara ad hlusta á dj á eftir sem kallar sig Steve Lawrel, thekki hann ekki, en hinir guttarnir segja ad hann sé kúl. Spilar víst einhvers konar house-tónlist. Hann er ad spila á stad sem heitir Level, virkilega kúl stadur, med raud eins konar sófarúm út um allt, fullt af diskókúlum og stóru dansgólfi. Held thad verdur stud, hef ekki farid á thennan klúbb í heilt ár. Thad er adallega spilud house-tónlist thar, sem thví midur ekki alt of margir sem ég thekki fíla :( Thannig ad mig hlakkar til í kvöld!
Annars gengur allt fínt, ég og Christoffer erum bædi mjög upptekin í skólanum, en thad er mjög gaman um leid og thad er erfitt. Sorgarfréttir, kem ekki heim til Ìslands um jólin :( höfum barasta ekki efni á thví, svona er thad nú. En mamma og pabbi ætla ad kíkja til mín í viku í byrjun nóvember, thannig ad thetta er ekki alsæmt... :)

sunnudagur, september 07, 2003

Jæja, thá er fysta vikan í skólanum búin. Gaman ad hitta krakkana og svona, upplifa skólastress og vakna snemma á morgnana. Fögin sem ég er í: dynamisk biokemi, bioorganisk kemi, fysisk kemi, videnskabsteori og organisk kemi synteser. Hljómar svolítid thurrt, en mér líst bara vel á thetta. Svo er hljómsveitin okkar komin med fastar æfingar, einu sinni í viku. Erum reyndar í svolítid miklum vandrædum. Thurfum eiginlega ad reka söngkonuna, hún er ekki alveg nógu gód. Stelpan er svo kóratýpa, frekar feimin og ekki nógu kraftmikil. Vantar smá líf, og karakter í hana, bædi í röddina og í framkomu. Thad eru adallega ég og Haya (gítarleikarinn) sem erum á thessari skodun, höfum ekki talad vid trommu- og bassaleikarann um thetta. En thetta er bara svo vidkvæmt mál, thví söngkonan á eftir ad taka thessu mjög illa, verda mjög sár. Thad gerir thetta svo erfitt, thví thetta er annars vodalega gód stelpa, med mikinn áhuga á bandinu. Endilega komidi med tillögur um hvernig hægt er ad reka hljómsveitarmedlim mjúklega. Thad versta vid thetta er ad hún er í sama skóla, og í sama árgangi og vid Haya sem gerir thad ad verkum ad thad er ennthá erfidara ad segja bæ og bless vid hana, vid eigum jú eftir ad rekast á hvora adra næstu árin.... Hm....
En alla vega, helgin var voda róleg. Ég og Christoffer vorum bædi og vinna, kíktum í heimsókn til mömmu hans Christoffers ádan, og fengum gódan mat :) Thannig er nú thad... Svona er lífid í Köben....