miðvikudagur, mars 29, 2006

Smá hæ hó til Svannýju :) Gaman ad heyra ad thú lest bloggid mitt... hvad er bloggid thitt?? Já, hef heyrt raddir um Depeche Mode á Roskilde. Mig langar MIKID til ad fara á Hróarskeldu. Peter er búinn ad fá frí til thess, nú vantar mig bara ad fá grænt ljós. Fæ líklegast ad vita thad á föstudaginn hvort ég fæ frí thessa helgi/daga.....
TINNI TINNI! Hvad heitir nýi gaurinn? Les alltaf bloggid thitt reglulega... erfitt ad lesa milli línanna hverjum thú ert ad deita og hvejir eru bara strákavinir thínir... ;) tell me more!

Gunnsi er med inflúensu.... ekki gaman... hitinn hoppar upp og nidur eins og jójó. Ibuprofen er búid ad vera minn besti vinur. Thetta byrjadi allt saman í fyrragærkvöldi, var eitthvad skrýtin og mjög ómótt.. mætti í vinnuna í gærmorgun og var thar í hálftíma... vard svo ad fara heim, hristist eins og mödufokker og var óglatt og skítt tilpass! Keyrdi svo heim í thrjú korter í bíl med engum hita á... ég get lofad ykkur thví ad ég var eins og lidid lík thegar ég var komin heim. Lagdist undir sæng sem var köld, í köldu herbergiog inntók ibuprófen.... næst thegar ég veit af mér ligg ég í svitakófi.. thökk sé íbúprófen draumalyfinu! Alla vega... 37,9 í gær, 38 grádur í dag.

Jæja.. ég er annars byrjud ad vinna hjá Taconic, their framleida rottur og mús í tilraunskyni. Hélt thetta væri einhæft djobb en thetta er reyndar mjög svo kemmtilegt finnst mér. Madur er allan daginn ad annad hvort flokka rottur, skifta um búr, hreinsa búr, fylla á búr.... samt gaman ! Thetta er thó allt saman mjög yfirdrifid thví thú nærd ad tæma og thrífa milli 500-1000 bakka á dag, og thad versta vid thad er ad thú tekur thad allt í einu, ekkert verid ad skifta thessu nidur nei!! Ég er semsagt í rottudeildinni núna, fer svo í mýsnar seinna. Mýsnar eru víst ekki eins skemmtilegar, thær hreyfa sig víst svo hratt, erfitt ad ná thiem! En thær eru jú líka miklu minni. og ég get lofad ykkur thví ad rottuungarnir eru thad sætasta sem til er.... adeins músabörnin gætu verid krúttlegri thví thau eru minni ;)
Læt fylgja eina mynd med theim rottum sem ég er ad passa, thær heita Wistar.... svona týpísk tilraunamús í rauninni., med crazy raudbleik augu (sést reyndar ekki svo vel á thessari mynd). Vissudi ad thegar rotturnar verda gamlar byrjar hvíti feldurinn ad verda bleikur? Hljómar skringilega já.... thegar rotturnar ná 9 mánudum eru thær aflífadar, engin not fyrir thær lengur. Ef thad fædast of margir ungar midad vid hvad hægt er ad selja af theim thá eru their bara aflífadir, thessu litlu grey... thad var ekki audvelt ad aflífa... Madur aflífar med CO2-gasi (koldíoxíd). Thetta á víst ad vera mildur dauddagi, thær sofna bara og hjartad hættir ad slá...
Semsagt mjög trist ad verda veik í 2.viku á
nýjum vinnustad. Á morgun er mjög mikilvægur fundur í rottudeildinni... leidinlegt ad missa af honum. Á föstudag verd ég ad vera ordin frísk.... thví thá ætlum vid nokkur af frændum og frænkum ad hittast og djamma saman.... Mig er búid ad hlakka svo rosalega mikid til thess. Vi d erum búin ad plana thetta í a.m.k. hálft ár... týpískt ad ég verd veik akkúrat núna. Hef ekkert verid veik í vetur.... ekki einu sinni fengid kvefsnifsi. Jæja, gódan dag allir saman!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Var í tíma ádan, valfagi. "Sheriffen" eins og hann kallar sig kom í heimsókn. Thetta er gamall kall, múrari reyndar, sem hefur stofnad lítil samtök sem berjast gegn mishöndlun dýra í Danmörku. Hann er alltaf í svörtum fötum, kúrekastígvélum og med kúrekahatt, og svo med fína gull-löggustjörnu á brjóstinu. Hann ferdast um landid og leitar ad dýrum sem eru vanrækt. Hann lætur lögguna og dýralækna vita, en their gera sjaldan eitthvad í málinu. Thannig ad yfirleitt verdur hann ad taka málin í sínar eigin hendur... thá fær hann sekt fyrir t.d. ad ferdast á privat-eign (private property). Og manneskjan sem vanrækir dýrin sleppur jafnvel med skrekkinn! Hann hefur verid í sjónvarpinu oft og mörgum sinnum, og er oft stilltur upp sem einhver crazy-gaur. En hann var í rauninni voda venjulegur og fínn kall. Hann er alla vega MÍN stóra hetja!
Alla vega... helst í fréttum eru líklegast Depeche Mode tónleikarnir 25.feb sídastlidinn. Erfitt ad gleyma theim! Klikkadir tónleikar. Öll lög theirra eru jú gullmolar thannig ad ekki er hægt ad kvarta yfir lélegu materíale, og svidsmynd og frammistada hljómsveitarinnar var frábær. Hljódid mátti hafa verid betra, og hærra! En ég var búin ad búast vid miklu verra hljódi (Parken hefur thad ord á sér) thannig ad ég og Peter vorum sátt. Vid vorum samferda nokkrum Íslendingum, thar á medal Hrefnu minni, en svo tvístradist hópurinn thar sem vid annad hvort sátum langt frá hvoru ödru, og flestir voru í stædi. Ég og Peter gátum varla hafa verid í betri sætum. EN SHIT hvad var kalt í Parken... thad var audvitad yfirdekkad, thad er segja búid ad setja thakid upp, en ég var bara í ledurjakka og pilsi og var ad deyja úr kulda. Upphitunarhljómsveitin var The Bravey, their voru fínir, bara sérstaklega lélegt hljódid thegar their spiludu. Thegar DM voru komnir almennilega í gang, var allt í einu ekki svo kalt lengur! Toppurinn hjá mér var thegar their tóku 'Home' og 'Never Let Me Down Again'... Thetta var svo gaman...... leidinlegt ad madur gerdi ekkert spes eftir á..... thetta var ordid svo dýrt kvöld FYRIR tónleikana ad vid ákvádum ad fara heim. Kíktum vid hjá Hayu í hálftíma (býr rétt hjá Parken).... tókum svo lestina alla leid heim til Slagelse thar sem pabbi Peters sótti okkur.