laugardagur, nóvember 22, 2003

Hæ hæ :) átti sjúklega frábæran dag í gær! Kláradi í 1.lagi tvö fög í skólanum, fysisk kemi verklegt og videnskabsteori (vísindatheoría). Hélt 4 mínútna langan fyrirlestur fyrir bekkinn um tilraunir á dýrum. Helmingurinn af bekknum var med sama efni. Hinn hlutinn taladi um náttúrulyf, eda hvad thad nú heitir á íslensku. Vid vorum í rauninni ad segja í stuttu máli frá skriflegu verkefni sem vid vorum ad skila af okkur fyrir stuttu, svona hópavinna.
Kl.5 hittist ég med tveimur hljómsveitarmedlimum, Hayu og Jannie, til ad sjá tvær hljómsveitir úr skólanum spila í mötuneytinu. Vid HEFDUM líka átt ad spila thetta sama kvöld, thad er ad segja hljómsveitin okkar, en trommarinn okkar hún Sabrina vildi ekki spila. Hún var í midjum prófum plús thad ad henni fannst hún ekki vera tilbúin til ad spila fyrir framan fólk. Òkei, hún um thad.. en vid hin vorum frekar svekkt yfir thví. En ókei, thá spilum vid bara næst, fáum meiri tíma til ad æfa okkur og svona. En thad var voda gaman ad sjá hinar hljómsveitirnar. Fyrri hljómsveitin var med frekar lélega söngkonu sem gerdi meira útúr thví ad skrækja en syngja. Seinni hljómsveitin var helvíti kúl, gód músík og frábær afthreying. Flott show frá theim. Klukkan rúmlega rétt fyrir 9 fóru ég, Haya, Jannie og Sigurd (vinur kærasta Hayu) heim til mín. Vorum ordin NOKKUD hífud eftir stanslausa fjógurra tíma bjórdrykkju. Christoffer og vinur hans Tim voru heima thegar vid komum, their fóru seinna um kvödlid á Pan. Rétt eftir midnætti voru ég, Haya og Jannie inniá á Brittania/Barfly. Ég og Haya voru án nokkurs vafa elstar tharna innni, thetta er ad ég held nokkurs konar 18 ára klúbbur. En vid skemmtum okkur fínt. Fyrsta sinn sem ég fer nidur í bæ ad djamma med thessum stelpum. Jannie fór fyrr heim, en ég og Haya vorum komnar heim kl. hálf 4 held ég. Frábær en erfidur dagur, sofnadi eins og steinn og svaf til hálf tvö í dag!

laugardagur, nóvember 15, 2003

Mamma og pabbi fóru heim fyrir viku sídan, yndislegt ad hafa thau! Átti svo afmæli 11.nóvember. Svo heppilega vildi til ad ég og Christoffer vorum í fríi thennan dag frá skólanum. Fórum í bíó ad sjá Pirates of the Caribbean, og út ad borda eftir á. Hann gaf mér geggjad mini-pils í afmælisgjöf! Rosalega flott, vona ad ég thori ad nota thad einhvern tímann, thegar ég er ordin brún og flott ;) Er svo ad velta thví mikid fyrir mér hvort ég eigi ad halda upp á afmælid mitt næstu helgi.... er ekki alveg viss. Thær stelpur sem ég thekki, koma nefnilega alls stadar ad, gæti ordid skrýtid ad safna theim saman en alveg örugglega skemmtilegt líka! Er adeins ad spá í thessu.....
Besta afmælisgjöfin mín held ég var sú, ad Sara, gömul vinkona mín úr menntó hafdi samband vid mig gegnum e-mail. Vid vorum ægilega gódar vinkonur fyrir nokkrum árum en höfum svo misst samband. Hún flutti til ad mynda Skotlands, og ég til Danmerkur. Hún á lítinn son, og seinast sá ég hana thegar hún baud mér í skírn sonar síns. Thad eru held ég 3 ár sídan. Thad var yndislegt ad heyra frá henni, ætlum ad reyna ad hafa meira samband í framtídinni.
Ég var annars á djamminu í gær med Christoffer og brædrum hans tveimur. Thetta var hálfgert rave-dæmi. Tvö stór dansgólf, frekar lágt til lofts, passlega mikid af fólki. Gedveik tónlist, vid dönsudum fram á rauda nótt! Thýskir guttar sem kalla sig Haldolium voru ad spila. Their spila sína eigin tónlist, thad er adsegja thad sem their sjálfir hafa samid og eru svo uppi á svidi med tölvur, mixera, og fleira dót. Spila alveg klikkada tónlist. Svona minimalistískt trance myndi ég kalla thad. Mjög svo hart, en mjög flott. Kannski ekki tónlist sem ég gæti hlustad á á hverjum degi, en svona á gódu föstudagskvöldi eftir allmarga bjóra er thetta mikid stud. Jæja, best ad halda áfram ad vera thunn!

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Mamma og pabbi eru í heimsókn :) erum búin ad hafa mikid ad gera! Fórum í partý til Martin og Belindu á laugardagskvöldid.. mikid dansad og sprellad. Á sunnudaginn kíktum vid á fótboltaleik í Parken; FC København vs. Esbjerg, mikil upplifun. Tharna voru hvorki meira né minna en yfir 22 thúsund manns! Mikil stemning. Esbjerg vann med einu marki, sem kom öllum frekar á óvart thar sem FCK var á heimavelli. En nóg um fótbolta. Á thridjudaginn, semsagt í gærkvöldi, fórum vid í leikhús: ég, Christoffer, mamma, pabbi og tveir vinnufélagar theirra. Sáum Phantom of the Opera. Flottasta sýning sem ég hef séd. Alla vega hvad svidssetningu og búninga vardar. Thetta var nú eiginlega meira ópera en söngleikur, en thad tharf ekki ad vera sídra! Eftir leikritid fengu vid kvöldsnarl í leikhúskjallaranum. Mjög drungalegur stadur, en samt afar huggulegur. Gamlir, thykkir veggir, lágt til lofts.... klósettin litu út eins og fangaklefar. Svo inn á milli munnbita stilltu gengilbeinurnar sér upp og tóku lagid. Vid fengum ad vita seinna um kvöldid ad thær thurfa ad fara í inntökupróf í söng til ad geta fengid vinnu tharna :)
Jább, ég er núna ad gera verkefni med hópnum mínum um tilraunir á dýrum. Tharf ad halda áfram.... bæjó.