föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég er búin ad sækja um ad verda dýrapassari!! Jei! Veit ekki alveg hvad thad heitir á íslensku, heitir alla vega "dyrepasser" á dönsku. Og hvad er nú thad? Jú, dýrapassarar eru their sem sjá um dýrin t.d. í dýragördum, passa heimilislausaketti og hunda... adstoda á dýraspítölum og bara yfirhöfud vita allt um hvernig madur á ad hugsa um litlu dýrin, fódra thau og sjá hvort thau eru heilbrigd. Thetta er 3 ára og 8 mánada nám, mest verklegt. Ég sendi inn umsókn á midvikudaginn sem thýdir ad ég get jafnvel nád ad byrja 15.mars ef ég kemst inn. 15.mars byrjar nefnilega grunnámid, thad byrjar 10.hverja viku. Thannig ad ég er semsagt bara ad bída eftir bréfi frá theim, get varla bedid.... :) Var ad melda mig úr skólanum for good núna ádan, og er búin ad selja flestar bækurnar sem ég var ad kaupa mér fyrir önnina. Í næstu viku er ég ad vinna 6 daga á Tingbjerg-elliheimilinu, fínt ad fá smá pening. Erum sjúklega, algjörlega sjúklega fátækir námsmenn.
Í kvöld er ég ad fara á djammid med Belindu, kærustu bródur Christoffers, og vinkonum hennar. Jei jei! Ætlum á einhvern skemmistad thar sem stelpur borga 50 kr. danskar inn og svo er frítt áfengi, ALLS konar áfengi, allt kvöldid og alla nóttina! Hljómar vel ekki satt? Ég veit nú ekki med tónlistina, ætli thetta sé ekki bara útvarpstónlist. En thad skiptir ekki miklu máli, thetta eru algjör studstelpur thessar vinkonur hennar.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Thá er thad búid og gert! Er hætt í lyfjafrædinni eftir thrjár annir. Thad kemur örugglega ykkur flestum á óvart, er thaggi? Er búin ad hugsa um thad lengi hvort ég ætti ad hætta, svo var ég ad fá einkunnir úr janúarprófunum, gekk ekki sérlega vel. Og thad var eiginlega endaslagid. Er rosalega ánægd med ákvördun mína... er sérstaklega ánægd yfir thví hvada fag ég ætla ad lesa í stadinn, get eiginlega ekki bedid! :) Hmm... eigum vid ad hafa smá getraun í gangi? HVAD ÆTLAR GUNNHILDUR AD LESA NÆST? Endilega sendidi mér svar í gegnum bloggid eda á e-mailid mitt. Svar birtist fljótlega.....

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja, ég hitti Helgu, Kristján kærasta hennar og Herstein vin theirra og Svannýju heima hjá Öglu á fimmtudaginn. Pöntudum okkur geggjadan indverskan mat og sötrudum bjór. Gaman ad hitta skvísurnar aftur. Fór samt snemma heim enda átti ég ad mæta í skólann daginn eftir. Gerdi held ég ekkert spes á föstudeginum. Á laugaradeginum (14.febrúar, litli bródir tvítugur, til hamingju Thorbjörn!) kíkti ég nidur í bæ med Christoffer.. bærinn allur út í pörum, rósum og hjörtum :) Aahhh.... rómó.... En jæja... vid röltum bara um, keyptum 3 tegundir af sinnepi, klósettbursta og hvítan bol. (ATH. thessir hlutir eiga ekkert sameiginlegt!) Endudum á hommakaffihúsi og fengum okkur heitt kakó og kaffi. Um kvöldid var svo meiningin ad ég ætladi ad hitta Helgu, Svannýju, Öglu o.fl. eftir ad thær hefdu verid á tónleikunum med Kraftwerk. Klukkan var ordin heldur margt thegar thau loksins ákvádu hvar thau myndu verda thannig ad ádur en thad gerdist og ádur en ég myndi mygla heima med bjór, kapal og heyrnatól frá ferdaspilaranum á hausnum hafdi ég samband vid Maríu. Thad vildi svo til ad hún var nidrí bæ med vinum sínum. Fór til hennar í stadinn á Sterobar, svo á Stengade 30, svo Pan og lokst á Catwalk. Heldur svakalegt kvöld, skemmtum okkur vel, komum seint, ..... snemma(?)... heim :D KNÙS María!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Jæja... er lurkum lamin í dag. Var ad kaupa mér "kort í ræktina" í gær ásamt vinkonu minni henni Hayu. Tjekkudum svo á tækjunum í gær, vard mér svoleidis illilega til skammar :( Var á hlaupabrettinu og hafdi sett vatnsflöskuna mín fyrir framan færibandid, dettur ekki flaskan beint á færibandid. Ég í ódagoti ætladi ad taka upp flöskuna. Hrasadi audvitad á færibandinu thar sem thad keyrdi á fullu og ég rúlladi af og lenti harkalega á gólfinu :( Meiddi bædi mín hné, en tók ekkert eftir thví..... var meira ad hugsa um hve ömurlega thetta hefur litid út. Held samt ad enginn hafi séd thad, vona ég alla vega...
Ég og Haya fundum thessa líkamsræktarstöd um daginn, og hún liggur bara 10-15 mín. labb frá mér. Tharna er semsagt líkamsræktarstöd, skvasssalir (margir!), hægt ad spila badminton, tennis. Svo eru líka litlir krakkar ad spila fótbolta tharna inni, thannig ad madur getur bara leigt sal og gert hvad sem er vid hann. HUGE salur deilt nidur í lítil hólf. Thetta er ódýrasta líkamstræktarstöd sem vid höfum fundid, plús skvass og badminton sem vid viljum endilega prófa svolítid.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Ókei, ég skal reyna ad skrifa oftar Hrefna mín :) ég hélt bara ad fólk nennti ekki ad kíkja svo oft á bloggid mitt. Annars er ég byrjud í skólanum, brjálad ad gera. Er nánast alltaf mætt kl.9 og er til kl.4 á daginn. Thetta er annars mjög spennandi, er mikid í laboratoríinu ad gera alls konar tilraunir. Var ad leika mér med bakteríur í dag til dæmis.
Sídustu helgi: Ég og Christoffer vorum í kvedjupartýi hjá vinafólki okkar. Thau flytja til Slóvakíu í hálft ár. Vid komum med dj-græjurnar okkar og spiludum í nokkra tíma hjá theim, thad gek ágætlega. Thad var nú samt ekki eins og fólk væri ad taka eftir plötuskiptingunum, ekki beint músík sem thau hlusta á daglega.... svolítid artyfarty-týpur, thetta var eiginlega svo bakgrunnsmúsík en thad var bara kúl :)
Hmm... Kraftwerk er ad spila í Köben 14.feb. og Svanhvít, María og Helga (vinkonur mínar) eru allar í Köben til ad sjá thá. Mig langar mikid til ad hitta thær næstu helgi... thannig ad thad er næsta mission. Á deit vid Svannýju á fimmtudag, hlakka mikid til!