föstudagur, mars 26, 2004

Allt fínt ad frétta! Eum í 1.tölvutímanum í skólanum... erum ad læra ad gera feita stafi og VÀ... stækka skriftina!! :) Ég keyrdi annars í traktor um daginn í skólanum, alveg sjálf! Áttum ad læra ad bakka, keyra milli keila, bakka milli keila, læra ad stoppa 1 cm fyrir framan keilu! Einmitt, ég er meira og meira ad umturnast yfir í bóndakellingu! Thetta er vodalega gaman annars. Líffrædin er lauflétt... er ad læra í 6.sinn á minni litlu ævi um frumuna. En ég læri thó eitthvad nýtt líka.. lærdi um mismunandi grös og mold í vikunni.. hef aldrei lært thad ádur. Á mánudag eigum vid svo ad skila verkefni í líffrædi... eigum ad búa til frumu-módel! Ég er adeins byrjud á thví... nokkrir hlutir sem fruman mín samanstendur af: eyrnatappar, sundgleraugu, sprittkerti, jafnvægisbolti (hmm.. hvad er nú thad?) Ég tók svona fantasíu-flopp í gær, kíkti í alla skápa og skúffur til ad finna eitthvad sem gætist nýst í frumulíffæri. Thannig ad thad gerist margt snidugt hér í skólanum, ekki thetta týpíska thurra nám.
Christoffer var í munnlegu prófi á thridjudaginn og gekk mjög vel. Um helgina á svo ad klára ad mála eldhússkápana, Christoffer var ad pússa thá í gær.
Annars er ég búin ad vera ad hreyfa mig nokkud mikid sídan í byrjun febrúar.... fer í ræktina med Hayu vinkonu 2-3 sinnum í viku. Thar hleyp ég bædi og lyfti, og geri alls konar æfingar í um thad bil 2 tíma. Í gær fórum vid tvær svo ÚT ad hlaupa í fyrsta sinn saman. Thad gekk bara nokkud vel! Erum ad gera okkur klárar fyrir kvennahlaup thann 5.maí, ætlum ad hlaupa 5 km. Hef aldrei gert eitthvad svona ádur... hef alltaf hatad ad hlaupa. En thetta er áskorun fyrir mig!

föstudagur, mars 19, 2004

Nú er ég semsagt byrjud í dýrapassaranáminu í Roskilde Tekniske Skole! HEY! Rosalega gaman :) thad liggur bóndabær vid skólann thar sem má finna alls kyns dýr . Audvitad thessi týpísku húsdýr; kýr, kindur, grísir, hestar, geitur, hænsn of svoleidis. Tharna eru líka slöngur, skjaldbökur, edlur, kanínur, fiskar, eydimerkurrefir, nefbjörn, silkiapar, íkornar, tarantula-kónguló.... og fleira... Ég hélt á slöngu um daginn, lítilli edlu, stórri skjaldböku, músum og rottum :) Alveg ótrúlega spennandi.... Námid sjálft er ekki svo erfitt, alla vega til ad byrja med. Madur tharf bara ad vera aktívur í tímum, spyrja mikid.... einkuninn byggir mikid upp á thví, plús mætingu. Med tímanum lærum vid svo ad keyra traktor, mjólka kýr og ég veit ekki hvad. Thetta er mikid landbúnadarnám... gæti rekid bóndabæ eftir ad ég er búin med námid! Námid sjálft tekur rétt rúm 4 ár. Jæja.... ég og önnur stelpa sitjum ásamt bekkjarfélögum okkar hér í tölvuherberginu. Vid tvær vorum ad skrifa verkefni um sækúna, erum ad læra um mismunadni dýr í dýragördum.. fengum öll mismunandi dýr ad skrifa um, med hjálp netsins. Ógurlega audvelt..... en samt gaman :)
Eina prófid sem ég fer í á næstunni er í líffrædi. Thad er fyrst í október, munnlegt próf reyndar, en virkar frekar audvelt. Sídan thurfum vid ad skrifa líffrædiskýrslu líka, megum sjálf velja um hvad vid skrifum. Tharf bara ad tengjast líffrædi eda dýrum... Verst er hvad thad er langt í skólann. Thad tekur mig um thad bil einn og hálfan tíma ad komast á milli. Tek strætó, lest, adra lest og labba 2 km (eda tek strætó aftur)....Ég hef thessa vikuna bara lært í lestinni á leid heim, thannig ad svo slæmt er thad ekki ad koma sér heim.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Hejsa! Ég var ad koma úr Field´s med Christoffer rétt í thessu. Thetta er nýjasta verslunarmidstödin, sú önnur stærsta í Skandinavíu víst. Rosalega flott, en minnir óneitanlega mikid á Smáralind í útliti, ad innanallavega! Ég og Christoffer keyptum okkur hlaupaskó. Svo fann ég mér ædislegan jakka á 300 danskar og klikkada adidaspeysu á 200 d.kr. Tók thad frá og kaupi thad á morgun. Tharna er t.d. enn ein H&M búdin, Debenhams, Next, Monsoon, TopShop, Acessorize, Vero Moda.... Nóg um thad, thad er ekki eins og ég eigi mikinn pening til ad vera ad hanga í verslunarkedjum.
Ég byrja í skólanum á mánudaginn, get varla bedid. Skólinn liggur REYNDAR í Roskilde, thannig ad thad tekur mig ca. einn og hálfan tíma ad komast í skólann, hmm... en thad góda vid thad er ad Christoffer tekur sömu lest í skólann sinn, sem er LÌKA í Roskilde :)
Ég er annars ad mála eldhúsid thessa dagana. Er búin ad mála veggina hvíta. Skáparnir og loftid eru eftir. Thau eiga ad vera í ödrum lit, einhverjum mjög ljósum lit, eiginlega í hvítum lit med einhverjum keim af ödrum lit... ef thid skiljid hvad ég á vid. En thessi keimur er órádin!
Eitt enn... ALDREI stinga fingrinum ofan í dæmid sem ljósperan á ad sitja í á lampanum ykkar. Ekki einu sinni spyrja af hverju ég gerdi thad..... thad var alla vega mikid stud....

laugardagur, mars 06, 2004

Ég byrja í dýrapassara-náminu thann 15.mars! Thannig ad ég komst inn! Ég vissi svo sem ad thad var ekki svo erfitt ad komast inn, en ég var samt heppin med ad thad var ekki fullt í námid sem byrjar 15.mars. Hlakka mikid mikid til. Ég er búin ad "segja upp" formlega í lyfjafrædinni, og er svo búin ad vera ad vinna á elliheimilinu sídust vikuna. Fínt ad hafa eitthvad ad gera plús fá smá extra pening á medan ég bíd eftir thví ad byrja í skólanum. Ótrúleg heppni ad ég thurfti ekki ad bída lengur eftir ad byrja! Nú verdur bara spennandi ad sjá hvernig námid er uppbyggt og svona, hef eiginlega ekki fengid neinar upplýsingar. Og heimasída skólans er svo léleg ad thad stendur ekkert um námid thar. Thannig ad ég fæ ad vita allt um námid thann 15.mars. Dagana eftir thad verd ég svo bodud í vidtal, thar sem ég get valid hvada fög ég vil og hvar áhuginn minn liggur.
........ ad thvo glugga utanvert og innanvert er pud............. sérstaklega thegar madur er med tvöfalda glugga og býr á 5.hæd.... argh.....