Jæja, núna er ég búin að vera á Sauðárkróki í heila viku. Og engin smá keyrsla á okkur, Ég, Christoffer, Martin og Belinda erum búin að upplifa mikið. Skruppum til Mývatns með mömmu og pabba, sáum Goðafoss og Dettifoss. Gistum svo á tjaldstæðinu í Ásbyrgi í frábæru veðri. Í fyrradag fórum við svo uppí Drangey. Sigldum thangað í bát og klifruðum svo upp brattar brattar brekkur. Ótrúlega magnað. Á leiðinni heim fengum við svo að prófa sjóstangarveiði. Í hvert sinn sem stönginni var kastað útí bitu tveir þorskar á um leið! (tveir krókar á stönginni). Veiddum heilt kar af þorski og nokkrar ýsur á hálftíma, 10 kíló flykki! Held þessi Drangeyjarferð hafi verið stærsta náttúruupplifun mín hér á Íslandi, mæli með þessu!! Í gærkvöldi var svo haldið upp á stúdentsveisluna hans Þorbjörns, voða gaman. Og einhvern veginn enduðum við á ball með Pöpunum... svolítið sérstakt. Dönunum fannst það upplifun, það er þó eitthvað :) Í dag keyrðum ég og Christoffer svo Martin og Belindu til Akureyrar þar sem þau tóku flugið til Reykjavíkur, þau fara til Danmerkur á morgun (sunnudag). Og í kvöld er hvorki meira né minna en bryggjuball á Króknum! Hljósveitin Sixties spilar fyrir dansi... hm.... ætlum að kíkja á það. Erum líka boðin í partý í kvöld, sjáum til hvernig þetta endar allt saman! :) Ég og Christoffer verðum líklegast hér á Króknum fram undir næstu helgi, sjáum nú til....
Gunnsa í Køge
Gunnhildur Jónsdóttir - Morelhaven 60 - 4600 Køge - Danmark - tel: 0045-2679-8000 - e-mail: gunnhildur80@hotmail.com
laugardagur, júlí 19, 2003
föstudagur, júlí 04, 2003
Komin til Íslands, voða gaman! Er heima hjá Gundýju núna í nýju íbúðinni hennar. Tinna og Helga eru hérna líka, og Orri kærastiGuðnýjar. Erum ad fara ad borda hakk og spagetti og drekka bjór, gaman gaman. Kom til landsins á sunnudag eftir að hafa næstum misst af flugvélinni í Köben..... hryllingur! Þorbjörn litli bró kom að sækja mig og Ragnheidi litlu sys á flugvöllinn og vid keyrdum beint á Krókinn ad hitta mömmu og pabba. Er bara búin ad vera í afslöppun þar, busla í Grettislaug, gera rassæfingar útí gardi, sötra mysu, sópa upp flugur, maka króginn og hlusta á góða tónlist. Kom svo til Reykjavíkur á fimmtudaginn med Róseyju, kærustu Þorbjörns, og Ragnheiði. Fór sama kvöld med Tinnu og Önnu Birnu út ad borda á Viktor, hittum svo Eygló, Regínu og Chloe sídar. Kíktum svo rétt í klukkutíma á Breakbeat-kvöld á Vídalín, og svo bara heim. Voda fínt kvöld, gaman að hitta vinkonurnar aftur! Á morgun er mér svo boðið í mat til Tinnu... Eygló, Anna Birna og Regína koma líka. Ætlum eitthvað að djammast... Svo er Christoffer, Martin (bróðir Christoffers) og Belinda (kærasta hans). Hlakka svo til að hitta Christó litla minn!! :)