Kom heim frá Jótlandi í gær, var ad heimsækja ömmu mína í Brædstrup. Thad var voda fínt, fékk mikinn og gódan mat, vid spiludum fullt... og spjölludum ennthá meira. Thad var samt voda gott ad koma heim til Krissa og kisu litlu :) Èg er ennthá í haustfríi, er reyndar sett á tvær kvöldvaktir á elliheimilinu næstu daga. Annars ætla ég bara ad vera voda dugleg ad lesa næstu dagana... held ég byrji í skólanum aftur á midvikudaginn í næstu viku. Hefdi viljad vera duglegri ad lesa heima hjá ömmu.. en samt... ég gat varla leyft mér ad lesa mikid medan ég er komin til ad heimsækja hana. Hvad er svo á næstunni, jú skólinn og svo koma mamma og pabbi brádum. Get varla bedid! Thau vilja bædi fara á fótboltaleik í Parken (stærsti fótboltavöllurinn í Danmörku) og sjá leikrit í Det Kongelige Teater... Thannig ad ég tharf ad fara á surfa á netinu og reyna ad sjá hvad er í bodi. Jebbs, endilega ad senda mér e-mail their sem lesa thetta. Væri mikid til í ad sjá hverjir lesa eiginlega bloggid mitt :)
Gunnsa í Køge
Gunnhildur Jónsdóttir - Morelhaven 60 - 4600 Køge - Danmark - tel: 0045-2679-8000 - e-mail: gunnhildur80@hotmail.com
þriðjudagur, október 14, 2003
þriðjudagur, október 07, 2003
Nú er ég komin í efterårsferie/haustfrí! Thetta eru 10 dagar held ég eda svo, ekki slæmt á midri önn! Ætla ad kíkja til ömmu minnar á Jótlandi á fimmtudaginn, kem svo heim á mánudeginum. Svo tharf ég ad lesa alveg heilan helling líka. Annars er allt gott ad frétta, ég og Christoffer eyddum 4 tímum í IKEA í gær. Keyptum 6 bordstofustóla og tvær bókahillur, voda flott. Stólarnir eru úr svörtu stáli med bast-setu. Thetta voru ódýrustu stólarnir, their einu sem ég og Chris gátum verid sammála um... höfum hryllilega ólíkan smekk á húsgögnum! Svo thegar vid vorum búin ad setja thá upp thá passa their bara voda vel inn í stofuna okkar. Bordstofubordid er med svartar stálfætur og glerplötu thannig ad thetta passar fínt saman. Frábært ad geta hent hinum stólunum, hvítir plaststólar, og adeins enn af theim var med bak... hin bökin höfdu hrunid af...
Annars er Silja litla ad gera Christoffer vitlausan. Hún er alltaf ad velta hlutum, er sjúklega forvitin, getur ekki látid neitt vera. Verst er thegar vid sitjum og bordum, thá fær madur engan frid. Reynir sífellt ad sleikja diskinn eda narta í matinn! Hún er mesta dúllan samt, leikur sér med allt, ótrúlegt ímyndunarafl sem hú hefur... Er yfirleitt voda gód og kelin, Christoffer hefur líka vodalega gaman ad henni, en ekki alltaf! Èg reyni ad útskýra fyrir Christoffer ad thad er ekki ALVEG eins audvelt ad ala kött upp, eins og thad er ad alla hund upp. Hann hefur nefnilega sjálfur átt hund einu sinni. Thótt hún er alveg frábær kettlingur, thá von ég líka ad hún verdi brádum fullordin!! Ádur en ad Christoffer hendir henni út!! :D
miðvikudagur, október 01, 2003
Gódan taginn.. ég er ordin dökkhærd! Ì 1.sinn.. mikil breyting á mér, er ánægd med thetta :) Er med mjög dökkan lit undir og brúnar, raudleitar og minn eigin háralit-strípur ofan á, kemur mjög vel út. Thad má helst líkja litnum vid jarpan hest.... ekki slæmt! Èg sit í skólanum núna, er ad fara í labaratoriet (tilraunastofuna held ég ad thad heitir) eftir klukkutíma eda svo. Helgin var annars ósköp róleg, var ad vinna laugardag og sunnudag á elliheimlinu. Á föstudaginn átti ad vera hljómsveitaræfing en mixerinn var biladur, sem tengir allt draslid saman, thannig ad vid fórum heim til mín ad hlusta á músík, erum ad reyna ad finna nokkur lög til ad spila til vidbótar. Ég leyfdi theim af finna smjörthefinn af Studmönnum, thid getid ímyndad ykkur vidbrögin. Ég sagdi ad thetta væri íslensk hljómsveit sem væri eiginlega ad djókast á thessasi plötu (med allt á hreinu), til ad verja íslensku tónlistarmenninguna.
Laugardagskvöldid fóru ég og Christoffer út ad borda á tyrkneskan veitingastad sem heitir Sultan (sóldánn), thriggja rétta máltíd fyrir 80 kr. danskar, ca. 800 kall íslenskar. Ég hef bordad tharna tvisvar, einu sinni med Chris og einu sinni med bekknum, ágætis matur finnst mér. Svo vorum vid svo heppin ad thad var laugardagskvöld thannig ad vid urdum vitni ad magadansmey sem dilladi sér vid hávært, tyrkneskt techno. Hún tók svo nokkra matargesti med sér og fékk thá til ad dansa med sér, adallega karlmenn.
Um helgina er svo hljómsveitaræfing á föstudag og afmæli á laugardag. Christian vinur okkar, sem gifti sig í sumar, á afmæli... partý partý vona ég!