Mig langadi bara til ad óska ykkur öllum gledilegra jóla og farsælt komandi ár! Thetta eru búin ad vera hin fínustu jól, en ekki alveg eins afslappandi jól eins og madur hefdi vonad. Ég var ad lesa á fullu rétt fyir próf, og milli jóla og gamlársdags erum vid búin ad fara í einn jólafrokost, og einhverjar heimsóknir líka... plús próflestur. Í dag á Christoffer litli afmæli, hann er 24 ára í dag!! Ég gef honum skó í afmælisgjöf sem hann má velja sjálfur... vonlaust fyrir mig ad finna skó sem hann fílar, er of kresinn thegar kemur ad fötum. Vid reyndum ad finna einhverja fína skó í gær nidrí bæ án árangurs. Thannig ad vid bídum eftir janúarútsölunum.
Martin, Belinda og Nikolai (brædur Christoffer og kærasta Martins) kíktu í morgunmat í morgun, vorum med egg og beikon, og nýbakad bakaríbraud. Unadur... Nikolai keyrdi svo til Sviss (thar sem hann býr) eftir morgunmatinn, hann ætlar ad reyna ad vera í Zürich fyrir midnættid!
Svo ætlum vid bara ad taka thví afslappad í dag. Martin og Belinda ætla ad sjá algjörlega um matinn thar sem thetta er afmælidsdagurinn hans Christoffers. Vid mætum svo til theirra kl. hálf 6 í íslenskar rækjur, og íslenska GÆS! Vid kíkjum svo líklegast heim til pabba hans Christoffers og konu hans sem býr í sömu byggingu og vid og Martin og Belinda. Annars lítur út fyrir ad thetta verdi med rólegri gamlárskvöldum sem ég hef upplifad, en vid skulum sjá til............ jæja, GLEDILEGT NÝTT ÁR!