Er einhver sem getur hjálpad mér med ad stækka myndir á blogginu? Ég prófadi ad stækka thær í myndaforriti, setti thær svo inná myndaalbúm sem ég er med á msn. En thær vildu ekki koma út í stækkudu formi.... hmm...
Gunnsa í Køge
Gunnhildur Jónsdóttir - Morelhaven 60 - 4600 Køge - Danmark - tel: 0045-2679-8000 - e-mail: gunnhildur80@hotmail.com
föstudagur, janúar 30, 2004
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Hæ aftur. Ég var spurd ad thví af hverju engin mynd væri af Silju, litlu dönsku kisunni minni. Svarid er einfalt, ég á enga mynd af henni á netinu. En hún er samt á leidinni. Hérna er mynd af Týru (ljós, mamman) og Kolu (svört, dóttirin). Thetta eru hundarnir mínir á Saudárkróki. Sakna theirra óskaplega. Týra litla er ordin 12 ára gömul, en er ótrúlega frísk midad vid aldur. Vid fengum hana árid '92 thannig ad hún er eins og hálfsystir mín. Týra hefur eignast hvolpa thrisvar sinnum. Seinasta gotid var árid 2002, thá eignadist Týra medal annars Kolu litlu. Ef einhver getur ordid meira yndislegri en Týra thá er thad Kola. Málid var thad, ad mamma og pabbi voru búin ad selja Kolu á bóndabæ í Skagafirdi en bóndinn var aldrei búinn ad borga fyrir hvolpinn. Thannig ad mamma hringdi einn gódan vedurdag til ad rukka fyrir hvolpinn, thá sagdist hann ekki vilja hundinn eftir allt saman. Hann hafdi verid ad leita ad fjárhundi, og málid var thad ad hún var nánast OF gódur fjárhundur fyrir hann, gat ekki látid rollurnar í fridi greyid! (Hefur greinilega erft eitthvad af mömmu sinni). Kindurnar voru alla vega ad fara á tauginni út af Kolu. Thannig ad mamma og pabbi tóku vid henni.... og hafa ekki séd eftir thví. Týra virdist líka vera kát yfir ad hafa leikfélaga, sem heldur henni vid, var ordin svolítid feit og gömul á tímabili.
Hæ hæ :) Var ad koma úr bíói, sá Lord of the Rings 3, frábær mynd! Óskaplega grípandi, hágrenjadi undir lokin. Yfirleitt reyni ég ekki ad hemja mig undir svona kringumstædum, en thegar madur er í bíó med fullt af ókunnugum reynir madur allt hvad madur getur ad halda aftur af sér! En alla vega, gedveik mynd, eins og hinar tvær.
Annars var ég ad klára prófin í gær, var í Dynamisk Biokemi (believe it or not, thýdir hreyfanleg lífefnafrædi), yfir 1000 sídna bók sem ég átti ad lesa, plús eitthvad meira... klikkad mikid efni. En mér gekk bara nokkud vel fannst mér, thannig ad upptúr hjá mér thessa dagana. Hitt prófid, thann 9.janúar, gekk ekki vel. Var ad fá einkunnina, fékk 5! Sem thýdir 4 á íslenkan kvarda. Thetta er ekki beint fall, thví ég má hafa eina fimmu yfir námsferilinn. Spurning hvort ég haldi thessari fimmu, eda geymi hana til sídar. Ég held jafnvel ég haldi fimmunni, thví ég vil naudugt taka thetta próf aftur, hryllilegt fag. Efast um ad svona fag komi aftur.
Ég er semsagt komin í smá frí, sem varir reyndar ekki lengur en fram á mánudag, 1.febrúar. Gat madur ekki fengid a.m.k. eina skitna viku milli anna! Oh nei... og ég hef meira ad segja heyrt ad bókarkostnadurinn verdur rosalegur thessa önnina. Kemur allt í ljós í næstu viku... góda helgi!
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Mig langadi bara til ad sýna ykkur kisuna mína heima á Íslandi, hana Jasmínu litlu. Ég vard ad skilja hana eftir hjá mömmu og pabba thegar ég flutti til Danmerkur. Henni er sárt saknad! En hún virdist hafa thad ágætt á Saudárkróki í sambúd med mömmu og pabba, litlu sys og hundunum tveimur, Kolu og Týru. :) Hún sleikir alla vega út um á thessari mynd!
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Gledilegt ár öllsömul! Ég er ad fara í próf á morgun, fysisk kemi, kvídur svolítid fyrir. Vid erum 3-5 stelpur búnar ad vera ad læra saman uppí skóla sídastlidna daga, og thad hefur gengid upp og ofan. Sjáum hvad setur á morgun.
Annars langadi mig til ad segja svolítid frá áramótunum mínum, ein thau bestu ég hef upplifad held ég! Um morguninn thann 31. bordudum vid öll saman afmælismorgunmat heima hjá okkur; ég, Christoffer, Martin og Belinda, og Nikolai (elsti bródirinn). Meiningin var ad Nikolai myndi keyra til Sviss sama dag svo hann nædi ad vera í Sviss, thar sem hann býr, fyrir kl.24. Thannig ad vid kvöddum hann, Christoffer var svolítid leidur yfir thví... En jæja, svo var planid ad ég, Christoffer, Martin og Belinda myndum halda uppá áramótin saman heima hjá Martin og Belindu. Thau voru meira ad segja búin ad bjódast til ad elda matinn, svo ad vid tvö gætum slappad af á afmælisdeginum hans Christoffers. Vid mætum klukkan hálf 6 til theirra. Og viti menn... thá var Nikolai thar, og ekki nóg med thad, heldur Erling (pabbi strákanna) og Lisa (kona Erlings) thar! ! Vid horfdum öll á nýársrædu drottningarinnar í sjónvarpinu og svo var sest til bords. Vid göngum inn í herbergi sem vanalegast er tölvuherbergi og vá.. thá eru Martin, Belinda og Nikolai búin ad dekka rosalega flott bord, 4 rétta veislumáltíd takk fyrir. Fyrst kom, köld tómatsúpa, svo raudspretta fyllt med laxapaté, geggjadar nautalundir og ávextir í eftirrétt (ananas, passionfruit, ástaraldin og ég veit ekki hvad...) Frábært kvöld. Um kl.1, eftir ad ég hafdi hringt og óskad familíunni heima á Íslandi gledilegt ár og grenjad svolítid, kíktum vid Christoffer heim til Arash, vinar hans, sem á heima rétt hjá. Hann var med nýárspartý, vid kíktum rétt í hálftíma og fórum svo aftur heim. Sídan fórum vid heim til Kim, sem er kærasti Gerts, vinar okkar. Thar hafdi okkur verid bodid í partý.. vid vorum thar í nokkra tíma og vorum svo komin heim kl hálf 9!