Ég er búin ad sækja um ad verda dýrapassari!! Jei! Veit ekki alveg hvad thad heitir á íslensku, heitir alla vega "dyrepasser" á dönsku. Og hvad er nú thad? Jú, dýrapassarar eru their sem sjá um dýrin t.d. í dýragördum, passa heimilislausaketti og hunda... adstoda á dýraspítölum og bara yfirhöfud vita allt um hvernig madur á ad hugsa um litlu dýrin, fódra thau og sjá hvort thau eru heilbrigd. Thetta er 3 ára og 8 mánada nám, mest verklegt. Ég sendi inn umsókn á midvikudaginn sem thýdir ad ég get jafnvel nád ad byrja 15.mars ef ég kemst inn. 15.mars byrjar nefnilega grunnámid, thad byrjar 10.hverja viku. Thannig ad ég er semsagt bara ad bída eftir bréfi frá theim, get varla bedid.... :) Var ad melda mig úr skólanum for good núna ádan, og er búin ad selja flestar bækurnar sem ég var ad kaupa mér fyrir önnina. Í næstu viku er ég ad vinna 6 daga á Tingbjerg-elliheimilinu, fínt ad fá smá pening. Erum sjúklega, algjörlega sjúklega fátækir námsmenn.
Í kvöld er ég ad fara á djammid med Belindu, kærustu bródur Christoffers, og vinkonum hennar. Jei jei! Ætlum á einhvern skemmistad thar sem stelpur borga 50 kr. danskar inn og svo er frítt áfengi, ALLS konar áfengi, allt kvöldid og alla nóttina! Hljómar vel ekki satt? Ég veit nú ekki med tónlistina, ætli thetta sé ekki bara útvarpstónlist. En thad skiptir ekki miklu máli, thetta eru algjör studstelpur thessar vinkonur hennar.