Thetta var hrein út sagt frábær helgi. Mamma og pabbi komu til landsins og sóttu mig á fimmtudaginn, pabbi átti afmæli thannig ad ég var búin ad baka köku handa honum. Ég kynnti thau fyrir gríslingunum, svo héldum vid til Árósa ad heimsækja systur mömmu, Mie og manninn hennar, Johnny. Amma mín, mormor, var tharna líka ;) Thad var voda kósý, gistum svo hjá theim. Daginn eftir kíktum vid í stutta heimsókn til tvíburasystur mömmu Inge, og mannsins hennar Kim. Sídan var haldid í sumarbústadinn nálægt Ålborg; thar voru Peter, systir hans Line og kærasti og foreldrar Peter. Mjög spennó, flestir ad hittast í fyrsta sinn... og ég get med gledi sagt ad öllum kom vel saman, thetta var bara frábært! Laugardagur: Vid fengum íslenskt lambalæri, ummmm... og um kvöldid var thad Bobbi Dylan.. Thad var ágætt, er nú ekki mikid fyrir tónlistina hans, en hann var kúl. Pabbi fíladi hann í tætlur, enda mikill fan... ;) Daginn eftir fóru Peter og thau heim, snökt... ég, mamma og pabbi fórum til Álaborgar, thau tjekkudu sig inn á hótelid, mér var svo smyglad med... Vid röltudum svo um stræti Álaborgar og fengum okkur ad snæda. Um kvöldid horfdum vid á War Of The Worlds, hef reyndar séd hana í bíó... en hún er gód, ég er jú sjúk í svona alien-myndir. Daginn eftir tókum vid svo öll lest, ég fór út í Vejle og mamma og pabbi héldu áfram til Köben. Thau flugu svo til Íslands í dag. Thannig var helgin hjá mér!! Ædisleg.....
Gunnsa í Køge
Gunnhildur Jónsdóttir - Morelhaven 60 - 4600 Køge - Danmark - tel: 0045-2679-8000 - e-mail: gunnhildur80@hotmail.com
þriðjudagur, október 25, 2005
laugardagur, október 15, 2005
Ég er semsagt ad vinna um helgina, passa gríslinga. Gekk fínt í dag. Baudst svo til ad fara med Balder (rottweilerhundinn) í hundathjálfun thar sem Carl Åge og Petra skruppu í bústad. Jebbs, Balder var nokkud hlýdinn í dag, hann var thó soldid hvumpinn, glefsadi í mig thegar ég hífdi adeins í ólina hans... nema hvad... rétt undir lokin rédst hann á hundathjálfarann!! Thad gerdist nú ekkert fyrir hann, en thad er samt ekkert grín ad verda fyrir árás rottweiler... hihi, ekkert SMÀ pínlegt fyrir mig. Hafdi thad fyrir afsökun ad thetta væri í fyrsta sinn sem ég færi í hundathjálfun med hann, og ég thekkti hann voda lítid í rauninni. Hundakallinn sagdi bara ad hann væri líklegast ad verja mig, thetta væri í gódu lagi... mér fannst thad ekkert smá sætt...... Sídann sagdi hundathjálfarinn ástæduna fyrir thví ad Balder glefsadi svona mikid í mig thegar ég hífdi í ólina. Málid er ad í gamla daga voru rottweilerhundar látnir passa upp á peningaveski, sem væri fest á hálsólina, undir hökunni theirra. Thid vitid eins og Skt. Bernhardshundar geyma líkjörinn. Jæja, their voru svo thjálfadir í ad bíta hvern sem nálgadist hálsólina theirra, thannig ad thetta væri sérstaklega edlilegt athæfi hjá Rottweiler-hundum.
Jæja, ætla ad fara ad borda lasagna... er ad hlusta á Erasure núna, mesta 80's hljómsveit í HEIMI! Heyrirdu thad Anna Birna? ;)
miðvikudagur, október 12, 2005
Jæja, loksins koma jákvædar og mjög gódar fréttir. Skólinn baud mér ad byrja í skólanum í janúar í stadinn fyrir ágúst, sem thýdir ad thad flýtir fyrir mér um hálft ár! Thad thýdir thó ad ég verd ad hætta í praktíkinni í desember í stadinn fyrir febrúar eins og var meiningin. Get ekki sagt ad ég sé leid yfir thví...... er ad verda SOLDID threytt á ad vera hérna... sakna líka Kaupmannahafnar, kærastans og hljómsveitarinnar... Thannig ad ég verd komin til Sjálands fyrir jól!! SVo er thad bara ad finna húsnædi, tharf í rauninni ad drífa í thví.. ég er med nokkrar hugmyndir... læt ykkur vita hvad ég er ad spá.... seinna ;)
laugardagur, október 08, 2005
Óheppni Gunnhildar frá thví hún flutti til Jótlands:
#tekst ad setja stóra rauda rispu á bíl lærimeistara míns
#sleppi finkum konu lærimeistara míns út í bláinn í einhverju ódagoti
#tekst ad minnka peysu konu lærimeistara míns med thví ad setja hana í thurrkarann
#brýt fuglabadid
#fuglabúrid veltur um koll í minni umsjá
#ég týni lyklunum af hjólinu mínu
#ég brenni mig á thúsundum brenninetla, sef ekki nóttina eftir, kládi í nokkra daga á eftir
#ég brýt gleraugun mín
#missi af lestinni til Kaupmannahafnar, thó ekki mér ad kenna, strætó kom of seint
#tek vitlausa lest til Kaupmannahafnar, th.e.a.s. hradlest sem ekki stoppar thar sem ég vil
#geri brunagat á lampaskerm
#uppgötva ad ord sem ég nota í annarri hverri setningu er BLÒTSYRDI , ordid "sgu" til dæmis notad í, "det er sgu et flot kamera"....... uppgötvadist er ég sat og spjalldi vid 7 ára telpu
#fæ hlægilegan launasedil
#hjólinu mínu var stolid.... :(... átti tvö hjól fyrir thremur mánudum, núna er búid ad stela BÀDUM!!!
mánudagur, október 03, 2005
Var ad vinna um helgina.... gud minn gódur, thvílíkt drama... Var audvitad ad passa grísina, en ég var svo líka ad kíkja eftir hinum dýrunum, hænsnunum, köttunum, hundinum og helv. finkunum. Thær thurftu endilega ad sleppa út í gær!! Thær eru í útibúri og ég var ad fódra thær thegar Balder (mega-klaufi) hleypur á búrid, hurdin á búrinu opnast, og allir nema einn finkufugl flýgur út... Ekki langt.. bara uppí tré rétt fyrir ofan búrid. Thad skiptir svo sem ekki máli hvort thær voru vid hlidina á mér eda 50 m í burtu, ómögulegt ad ná theim! Thannig ad ég skellti thessum eina fugli inn í litla búrid í stóra búrinu og skildi stóra búrid eftir opid, ef ske kynni ad fulgarnir söknudu heimilisins og finkufódursins.. og their skiludu sér ALLIR heim, ádur en fólkid kom heim. Hringdi í Petru rétt ádur en thau komu heim í dag til ad segja theim frá thessu rugli, hún sagdi ad thær höfdu sluppid út ádur.. skiludu sér yfirleitt heim. Og thá spyr ég sjálfa mig af hverju í andsk. ég ekki hringdi í hana fyrr. Ekki bara út af thessu sem hún sagdi mér heldur líka út af thví ad ég hélt ad fuglarnir væru minnst 10! Og thá væri ca. helmingurinn horfinn... En nei, their voru bara 7... Ég sem var svo midur mín í allt gærkvöld, grenjadi, fór í háttin kl.20... og var ömöguleg. Semsagt hrædilegur sunnudagur. Thad versta var eiginlega ad ungarnir sem voru í hreidrinu theirra dóu, annad hvort vegna vanrækslu eda kula... finnst alla vega sem thad er mér ad kenna... En annars var helgin fín :) Peter var hér :) Fórum í bíó í Horsens. Ætludum á Kalli og súkkuladiverksmidjan, búin ad panta mida og allt.. svo var hún med DÔNSKU tali.. ónei, hugsudum vid.. endudum á einhverri Adam Sandler mynd... hmmm.....